Innlent

Vill ekki tjá sig um refsingar

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að samráð olíufélaganna verði ekki liðið en hún vill ekki tjá sig um hvernig refsa beri fyrir samráðið. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintu samráði olíufélaganna hefur staðið lengi, enda skýrslan sem skilað var löng og ítarleg. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra og yfirmaður samkeppnismála á Íslandi, fagnar því að niðurstaða skuli komin. Hún segist ánægð með að rannsókninni sé lokið. Þarna hafi verið viðhaft ólöglegt samráð, sem sé hlutur sem verði ekki liðinn. Viðskiptaráðherra vill ekki tjá sig um þá refsingu sem hún teldi eðlilega í málinu. til dæmis ekki hvort að eðlilegt væri að þeir sem að samráðinu stóðu færu í fangelsi. Hún segist ekki vilja tjá sig um málið frekar, enda sé málið ekki komið á lokastig og ekki sé vitað hvort það fer lengra en til úrskurðarnefndar. Viðskiptaráðherra vill heldur ekki tjá sig um það hversu langt menn voru tilbúnir að ganga í samráðinu, samkvæmt skýrslunni. Né heldur hvað henni finnist sjálfri, sem bensínkaupanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×