Innlent

Sýknaður af broti á hvíldartíma

Hæstiréttur sýknaði mann fyrir að hafa brotið ákvæði um aksturs- og hvíldartíma ökumanna á þeim forsendum að refsiheimild skorti í lögum. Viku fyrr sakfelldi Héraðsdómur Norðurlands eystra annan ökumann fyrir samskonar brot og dæmdi hann til sektar. Hæstiréttur sýknaði á fimmtudag mann sem var ákærður fyrir að hafa ekið vöruflutningabifreið yfir sjö daga tímabil án þess að taka sér lögboðna hvíld, svo sem kveður á um í reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna í innanlandsflutningum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að maðurinn hafi brotið þessar reglur þá sé enga skýra refsiheimild að finna í lögunum sem samræmst geti ákvæðum stjórnarskrárinnar. Hann er því sýknaður. Það vekur því athygli að viku fyrr var vöruflutningabílstjóri sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot á nákvæmlega sömu reglum. Sá bílstjóri er dæmdur til 35 þúsund króna sektar. Miðað við dóm Hæstaréttar er því nánast einboðið að maðurinn verði sýknaður af broti sínu kjósi hann að áfrýja dóminum þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×