Innlent

Kristinn fær meiri stuðning

Enn fjölgar þeim Framsóknarfélögum sem lýsa stuðningi við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann. Framsóknarfélag Stykkishólms hélt aðalfund í fyrrdag og samþykkti svohljóðandi ályktun þar sem skorað er á þingflokk Framsóknarflokksins að leysa þann ágreining sem ríki á milli þingmanna flokksins. Jafnframt lýsir fundurinn yfir andstöðu við þá ákvörðun þingflokksins að vísa Kristni H. Gunnarssyni úr nefndum þingsins. Segja Framsóknarfélag Stykkishólms að þingflokkurinn þurfi á starfskröftum og skoðunum allra þingmanna sinna að halda. Áður höfðu ekki færri en fimm félög framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi samþykkt samskonar ályktanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×