Innlent

Á góðum batavegi

 Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hafði fyrir nokkrum dögum ákveðið að taka að þátt í stjórn landssöfnunar til styrktar hjartalækninga, þegar hann þurfti sjálfur í bráða hjartaþræðingu og aðgerð vegna alvarlegra stíflna í hjartaæðum. Hann var hætt kominn, en er nú á góðum batavegi. "Ég fór á stjórnarfund Minningarsjóðs Þorbjörns Árnasonar, en sá sjóður safnar og veitir fjármunum til kaupa á tækjum fyrir hjartaskurðdeild Landspítalans," sagði Hjálmar. "Þar tók ég að mér að gerast formaður sjóðsstjórnar og viðákváðum tímasetningar fyrir landssöfnun, sem fer á stað nú um helgina. " Hjartalæknir hafði séð merki um þrengingar í kransæðum hjá Hjálmari og ákvað hjartaþræðingu. Fáum dögum eftir þennan stjórnarfundinn fór hann í hana. "Þar hitti ég aftur stjórnarmanninn og gamlan skólafélaga minn Bjarna Torfason yfirlækni hjartaskurðdeildar LSH. Hann sagði að stíflurnar væru það miklar að enga bið þyldi að gera hjartaaðgerð. Ég var svo skorinn seinni partinn í september og skipt um fjórar æðar. Ég er nú miklu frískari heldur en ég hafði verið lengi fyrir aðgerðina."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×