Ráðuneytið neitar fréttum Reuters 24. október 2004 00:01 Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Hjá utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni í miðborg Kabúl í gær en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Íslendingarnir hefðu verið með hjálma og í skotheldum vestum. Bílar þeirra voru brynvarðir en sprengingarnar sem sjálfvígsmaðurinn olli voru það öflugar að annar bílanna var óökufær. Upphaflega var hermt að enginn hefði slasast alvarlega eða látist. Nú er hins vegar ljóst að auk sjálfsvígsmannsins fórust tveir í árásinni. Bandarísk kona og ung, afgönsk stúlka létust af sárum sínum í gær og nótt. Að auki segir talsmaður hersveita NATO í Kabúl að einn Íslendinganna sé alvarlega slasaður. Helen Ólafsdóttir, sem er í Afganistan, segir götuna sem árásin var gerð í vera mikla túristagötu. Það skýri líklega að einhverju leyti af hverju árásin var gerð þar. Hún segir hjálparstarfsmönnum í landinu, en hún býr með nokkrum þeirra, ekki hafa brugðið mikið við tíðindin því þeir hafi búist við lengi að eitthvað þessu líkt gerðist. Menn eru frekar hissa á því hvað árásin sé „lítil“ - einn maður með nokkrar handsprengjur. Helen segir að svo virðist sem talibanar nái ekki að komast inn í Kabúl og þakkar fólk það hörðu eftirliti lögreglu og hermanna. Spurð hversu mikil hættan sé í landinu segir Helen að miðað við Írak sé ástandið mjög gott. Árásin í gær minni fólk hins vegar á að hættur leynist alls staðar í Afganistan eins og ástandið er núna. Hjá íslenska utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Stefán Gunnarsson, sá sem slasaðist mest, ræddi við yfirmenn friðargæslunnar hér á landi fyrir stundu og var þá að snæða pítsu, vel haldinn, að sögn ráðuneytisins. Reuters vitnaði beint í talsmann hersveita NATO í Kabúl sem sagði íslenska hermanninn alvarlega slasaðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Helen Ólafsdóttur frá Afganistan úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Hjá utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni í miðborg Kabúl í gær en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Íslendingarnir hefðu verið með hjálma og í skotheldum vestum. Bílar þeirra voru brynvarðir en sprengingarnar sem sjálfvígsmaðurinn olli voru það öflugar að annar bílanna var óökufær. Upphaflega var hermt að enginn hefði slasast alvarlega eða látist. Nú er hins vegar ljóst að auk sjálfsvígsmannsins fórust tveir í árásinni. Bandarísk kona og ung, afgönsk stúlka létust af sárum sínum í gær og nótt. Að auki segir talsmaður hersveita NATO í Kabúl að einn Íslendinganna sé alvarlega slasaður. Helen Ólafsdóttir, sem er í Afganistan, segir götuna sem árásin var gerð í vera mikla túristagötu. Það skýri líklega að einhverju leyti af hverju árásin var gerð þar. Hún segir hjálparstarfsmönnum í landinu, en hún býr með nokkrum þeirra, ekki hafa brugðið mikið við tíðindin því þeir hafi búist við lengi að eitthvað þessu líkt gerðist. Menn eru frekar hissa á því hvað árásin sé „lítil“ - einn maður með nokkrar handsprengjur. Helen segir að svo virðist sem talibanar nái ekki að komast inn í Kabúl og þakkar fólk það hörðu eftirliti lögreglu og hermanna. Spurð hversu mikil hættan sé í landinu segir Helen að miðað við Írak sé ástandið mjög gott. Árásin í gær minni fólk hins vegar á að hættur leynist alls staðar í Afganistan eins og ástandið er núna. Hjá íslenska utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Stefán Gunnarsson, sá sem slasaðist mest, ræddi við yfirmenn friðargæslunnar hér á landi fyrir stundu og var þá að snæða pítsu, vel haldinn, að sögn ráðuneytisins. Reuters vitnaði beint í talsmann hersveita NATO í Kabúl sem sagði íslenska hermanninn alvarlega slasaðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Helen Ólafsdóttur frá Afganistan úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira