Ingibjörg Sólrún tekur frumkvæðið 22. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira