Innlent

Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. Stefán Logi hefur hlotið fjóra dóma fyrir líkamsárásir. Síðast var hann dæmdur í fyrra í tveggja ára fangelsi, ásamt bróður sínum, fyrir lífshættulega líkamsárás við Skeljagranda í Reykjavík. Þá sagði verjandi hans að atvikið hafi orðið til þess að viðhorf bræðranna hafi breyst til batnaðar og þeir hafi farið í nám í fangelsinu og vímuefnameðferð. Stefán Logi fékk reynslulausn í nóvember og rauf því skilorð nú. Samkvæmt sálfræðirannsókn á Stefán Logi við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að langmestu leyti má rekja til fíkniefnaneyslu og mjög erfiðra uppeldisskilyrða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×