Innlent

Lögfræðingur skoðar rétt bæjarins

Sveitarstjórnin í Súðavík hefur fengið lögfræðing til að meta hvort um verkfallsbrot yrði að ræða, eins og verkfallsstjórn kennara telur, fari dagvistun barna fram í íþróttahúsi bæjarins í verkfalli kennara. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri segir að bréfi sveitarstjórnarinnar til Kennarasambandsins hafi ekki verið svarað fyrr en rúmum hálfum mánuði eftir að það var sent. Þar var rökstuðnings krafist á túlkun verkfallsstjórnarinnar. Telji lögfræðingurinn bæinn vera í rétti verður ráðist í dagvistun barnanna í húsnæði bæjarfélagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×