Vetur á framandi slóðum 21. október 2004 00:01 Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk. Ferðalög Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk.
Ferðalög Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira