Ávinningurínn um hálfur milljarður 19. október 2004 00:01 Tilkoma Hvalfjarðarganga hefur ekki haft nein teljandi áhrif á vinnumarkað á Vesturlandi en ferðakostnaður einstaklinga á svæðinu hefur minnkað um allt að 31 prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem kynnt var í gær. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að göngin hafi komið Vesturlandi í sömu stöðu og Suðurland var fyrir opnun ganganna. Hafa samskipti Vestlendinga við íbúa höfuðborgarsvæðisins stóraukist. Þá leiðir rannsóknin í ljós að væntingar Vestlendinga til framtíðar Vesturlands hafi stóraukist eftir tilkomu ganganna. Heildarávinningur Vestlendinga af göngunum eru 503 milljónir króna á ári, þar af koma 394 milljónir í hlut Akurnesinga og nærsveitarmanna, 50 milljónir til íbúa Borgarfjarðar og Dalamenn og íbúar Snæfellsness deila jafnt með sér fjórtán milljónum á ári. Yfirleitt gildir að jákvæðra áhrifa ganganna gætir mest meðal þeirra Vestlendinga sem búa næst göngunum en síðan dregur úr þeim eftir því sem fjær dregur. Að sögn Vífils Karlssonar, hagfræðings og atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, mældist engin breyting á þróun meðallauna eða atvinnuleysis eftir tilkomu ganganna. "Það vekur hins vegar athygli að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa stóraukið sókn sína inn á vinnumarkað Vestlendinga, sérstaklega í hálaunastörf," segir Vífill. Hann bendir í þessu sambandi á stjórnendastöður á Grundartanga, kennarastöður á Bifröst og störf hjá Landmælingum á Akranesi. Vífill segir að jákvæð áhrif ganganna á vinnumarkaði séu fyrst og fremst fólgin í auknu atvinnuúrvali og atvinnuöryggi. "Þetta á einkum við um þá sem syðst búa. Okkar rannsóknir sýna að menn séu almennt reiðubúnir að aka 45 mínútur til vinnu og það styrkir bæði atvinnuúrval og atvinnuöryggi fyrir þá sem búa næst höfuðborginni," segir Vífill. Rannsóknin sem liggur skýrslunni til grundvallar hefur staðið yfir síðan haustið 2002 og var hún fjármögnuð af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Vegagerðinni, Samgönguráðuneytinu og Byggðastofnun, auk þess sem Spölur, rekstaraðili Hvalfjarðarganga, lagði hönd á plóg. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tilkoma Hvalfjarðarganga hefur ekki haft nein teljandi áhrif á vinnumarkað á Vesturlandi en ferðakostnaður einstaklinga á svæðinu hefur minnkað um allt að 31 prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem kynnt var í gær. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að göngin hafi komið Vesturlandi í sömu stöðu og Suðurland var fyrir opnun ganganna. Hafa samskipti Vestlendinga við íbúa höfuðborgarsvæðisins stóraukist. Þá leiðir rannsóknin í ljós að væntingar Vestlendinga til framtíðar Vesturlands hafi stóraukist eftir tilkomu ganganna. Heildarávinningur Vestlendinga af göngunum eru 503 milljónir króna á ári, þar af koma 394 milljónir í hlut Akurnesinga og nærsveitarmanna, 50 milljónir til íbúa Borgarfjarðar og Dalamenn og íbúar Snæfellsness deila jafnt með sér fjórtán milljónum á ári. Yfirleitt gildir að jákvæðra áhrifa ganganna gætir mest meðal þeirra Vestlendinga sem búa næst göngunum en síðan dregur úr þeim eftir því sem fjær dregur. Að sögn Vífils Karlssonar, hagfræðings og atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, mældist engin breyting á þróun meðallauna eða atvinnuleysis eftir tilkomu ganganna. "Það vekur hins vegar athygli að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa stóraukið sókn sína inn á vinnumarkað Vestlendinga, sérstaklega í hálaunastörf," segir Vífill. Hann bendir í þessu sambandi á stjórnendastöður á Grundartanga, kennarastöður á Bifröst og störf hjá Landmælingum á Akranesi. Vífill segir að jákvæð áhrif ganganna á vinnumarkaði séu fyrst og fremst fólgin í auknu atvinnuúrvali og atvinnuöryggi. "Þetta á einkum við um þá sem syðst búa. Okkar rannsóknir sýna að menn séu almennt reiðubúnir að aka 45 mínútur til vinnu og það styrkir bæði atvinnuúrval og atvinnuöryggi fyrir þá sem búa næst höfuðborginni," segir Vífill. Rannsóknin sem liggur skýrslunni til grundvallar hefur staðið yfir síðan haustið 2002 og var hún fjármögnuð af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Vegagerðinni, Samgönguráðuneytinu og Byggðastofnun, auk þess sem Spölur, rekstaraðili Hvalfjarðarganga, lagði hönd á plóg.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira