Innlent

Nóatún fékk leyfi fyrir mistök

Mistök voru gerð í skipulagi Grafarholts þegar Nóatún fékk að opna verslun við Þjóðhildarstíg. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, segir að gert hafi verið ráð fyrir því að miðsvæðið í Grafarholti yrði við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu. Þar hafi átt að leyfa byggingu matvöruverslunar en ekki annars staðar. Hún segir að fyrir mistök hafi skipulagsyfirvöld veitt Nóatúni leyfi til að opna verslun við rætur holtsins á Þjóðhildarstíg. "Embættismenn skipulags- og byggingarsviðs gerðu þessi mistök þegar verið var að samþykkja nýtt aðalskipulag," segir Steinunn Valdís. "Nóatún hafði skilað inn umsókn áður en skipulaginu var breytt sem gerði það að verkum að borgaryfirvöld urðu að leyfa Nóatúni að opna verslunina." Steinunn Valdís segir að þegar þessi mistök hafi uppgötvast hafi borgaryfirvöld farið yfir stöðuna á öllum verslunarsvæðum í borginni til að ganga úr skugga um að þetta gæti ekki gerst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×