Innlent

Komst sjálfur heim

Bónda í Berufirði var saknað um skeið í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar. Skilaði hann sér sjálfur heim, heill á húfi, áður en leit hófst af þunga. Maðurinn fór að líta eftir fé snemma í gær og skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma. Voru því björgunarsveitir á Djúpavogi og Breiðdalsvík ræstar út auk þess sem leitarhundar frá Neskaupstað voru á leiðinni. Leiðindaveður var í Berufirði í gær, líkt og víða um land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×