Höfuðborgarbúar flýja atvinnuleysi 18. október 2004 00:01 Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs en leita þarf langt aftur til að finna sambærilega þróun. Stefán Ólafsson prófessor segir að meira atvinnuleysi á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni sé líklegasta skýringin á þessari þróun.. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur um búferlaflutninga á landinu frá júlí til september. Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta: Austurland og Suðurland. Mesta athygli vekur að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess, eða 88 manns. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir þetta mjög óvenjulegt í ljósi þróunarinnar síðustu tuttugu árin en á hitt beri að líta að aðeins er um einn ársfjórðung að ræða. "Athyglisverðasta spurningin hlýtur að vera sú hvort þetta megi rekja til vaxandi atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú þannig að undanfarin misseri hefur atvinnuleysið verið umtalsvert hærra í höfuðborginni heldur en úti á landi. Ég held að það geti vel verið að áhrifin af því séu að koma í ljós, þótt þau séu ekki enn mjög mikil," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 3,1 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins atvinnulaus í september á meðan 1,9 prósent landsbyggðarfólks var án vinnu. Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi geta haft sitt að segja. Enda þótt útlendingar séu í stærstum hluta þeirra sem vinna við Kárahnjúkavirkjun telur Stefán að framkvæmdirnar dragi úr brottflutningi fólks úr landsfjórðungnum. Stefán segir að tengsl milli afkomu og búsetu séu gamalkunn. "Það er nú þannig með búferlaflutninga að þeir eru mjög næmir á lífskjör fólks og afkomu hvort sem um er að ræða flutninga á milli landa eða innanlands," segir hann og útilokar ekki að áframhald verði á þessari þróun jafnist ekki atvinnuleysi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs en leita þarf langt aftur til að finna sambærilega þróun. Stefán Ólafsson prófessor segir að meira atvinnuleysi á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni sé líklegasta skýringin á þessari þróun.. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur um búferlaflutninga á landinu frá júlí til september. Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta: Austurland og Suðurland. Mesta athygli vekur að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess, eða 88 manns. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir þetta mjög óvenjulegt í ljósi þróunarinnar síðustu tuttugu árin en á hitt beri að líta að aðeins er um einn ársfjórðung að ræða. "Athyglisverðasta spurningin hlýtur að vera sú hvort þetta megi rekja til vaxandi atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú þannig að undanfarin misseri hefur atvinnuleysið verið umtalsvert hærra í höfuðborginni heldur en úti á landi. Ég held að það geti vel verið að áhrifin af því séu að koma í ljós, þótt þau séu ekki enn mjög mikil," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 3,1 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins atvinnulaus í september á meðan 1,9 prósent landsbyggðarfólks var án vinnu. Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi geta haft sitt að segja. Enda þótt útlendingar séu í stærstum hluta þeirra sem vinna við Kárahnjúkavirkjun telur Stefán að framkvæmdirnar dragi úr brottflutningi fólks úr landsfjórðungnum. Stefán segir að tengsl milli afkomu og búsetu séu gamalkunn. "Það er nú þannig með búferlaflutninga að þeir eru mjög næmir á lífskjör fólks og afkomu hvort sem um er að ræða flutninga á milli landa eða innanlands," segir hann og útilokar ekki að áframhald verði á þessari þróun jafnist ekki atvinnuleysi á milli höfuðborgar og landsbyggðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði