Hressir eftir að Vaidas dó 18. október 2004 00:01 Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira