Einangrunarmúrinn rofinn 14. október 2004 00:01 Menntun geðsjúkra miðar fyrst og fremst að því að rjúfa þann einangrunarmúr sem þeir hafa lifað í. Það byggir upp sjálfsmynd þeirra og hjálpar hverjum og einum að finna sinn styrkleika. Eða eins og einn nemendanna í Geðhjálparhúsinu orðaði það við Fréttablaðið í gær: "Ég væri komin sjö fet ofan í jörðina ef ég hefði ekki námið hérna." Það var verið að kenna í þremur rýmum í Geðhjálparhúsinu, þegar blaðið leit þangað í heimsókn í gær. Námið er á vegum samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Þá stundina var verið að kenna ensku, íslensku og myndlist. Nemendurnir voru á ýmsum aldri, en allir áttu þeir eitt sameiginlegt, brennandi áhuga á náminu. Þeir sem eiga möguleika á að stunda nám á haustönn eru um 90 talsins, að sögn Helga Jósepssonar verkefnisstjóra. "Um 10 prósent þeirra taka áfangabær próf," sagði hann. "Námið hér miðar meðal annars að því að hjálpa fólki til að brjóta niður múrinn, stíga yfir þröskuldinn og koma fram," sagði Guðný Svava Strandberg kennari, sem kennir myndlist og ljóðagreiningu, ásamt fleiru. "Skólinn hefur bjargað lífi þessa fólks. Þetta er það sem heldur því gangandi og sem það lifir fyrir, að taka þátt í náminu, leggja eitthvað af mörkum og sjá eitthvað eftir sig. Fólk hefur útskrifast úr háskóla með okkar hjálp. Sumir hafa dottið út úr skóla, til að mynda vegna eineltis, en fundið sig aftur hér." Samstarfsverkefnið hefur átt erfitt uppdráttar í haust. Illa gekk að tryggja fjármuni til haustannarinnar og starfsfólki var sagt upp. Síðan fengust sex milljónir sem dugðu til 60 prósenta af þeirri kennslu, sem þörf var fyrir. Meðal annars þurfti að ýta út af borðinu kennslu fyrir þá sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að etja. En nú horfir betur, að sögn Helga, því menntamálaráðuneytið hefur boðað til viðræðna um upptöku samningsins. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
Menntun geðsjúkra miðar fyrst og fremst að því að rjúfa þann einangrunarmúr sem þeir hafa lifað í. Það byggir upp sjálfsmynd þeirra og hjálpar hverjum og einum að finna sinn styrkleika. Eða eins og einn nemendanna í Geðhjálparhúsinu orðaði það við Fréttablaðið í gær: "Ég væri komin sjö fet ofan í jörðina ef ég hefði ekki námið hérna." Það var verið að kenna í þremur rýmum í Geðhjálparhúsinu, þegar blaðið leit þangað í heimsókn í gær. Námið er á vegum samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Þá stundina var verið að kenna ensku, íslensku og myndlist. Nemendurnir voru á ýmsum aldri, en allir áttu þeir eitt sameiginlegt, brennandi áhuga á náminu. Þeir sem eiga möguleika á að stunda nám á haustönn eru um 90 talsins, að sögn Helga Jósepssonar verkefnisstjóra. "Um 10 prósent þeirra taka áfangabær próf," sagði hann. "Námið hér miðar meðal annars að því að hjálpa fólki til að brjóta niður múrinn, stíga yfir þröskuldinn og koma fram," sagði Guðný Svava Strandberg kennari, sem kennir myndlist og ljóðagreiningu, ásamt fleiru. "Skólinn hefur bjargað lífi þessa fólks. Þetta er það sem heldur því gangandi og sem það lifir fyrir, að taka þátt í náminu, leggja eitthvað af mörkum og sjá eitthvað eftir sig. Fólk hefur útskrifast úr háskóla með okkar hjálp. Sumir hafa dottið út úr skóla, til að mynda vegna eineltis, en fundið sig aftur hér." Samstarfsverkefnið hefur átt erfitt uppdráttar í haust. Illa gekk að tryggja fjármuni til haustannarinnar og starfsfólki var sagt upp. Síðan fengust sex milljónir sem dugðu til 60 prósenta af þeirri kennslu, sem þörf var fyrir. Meðal annars þurfti að ýta út af borðinu kennslu fyrir þá sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að etja. En nú horfir betur, að sögn Helga, því menntamálaráðuneytið hefur boðað til viðræðna um upptöku samningsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði