Innlent

Þrír á sjúkrahús eftir árekstur

Þrír voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla sem varð á mótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis á Akureyri um klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru tveir menn útskrifaðir fljótlega eftir að þeir höfðu fengið aðhlynningu. Sá þriðji hlaut bakmeiðsl og var hann á sjúkrahúsinu til frekari athugunar. Þá slasaðist ökumaður þegar fólksbíll lenti á húsvegg á Skagaströnd í gær. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en hann fótbrotnaði og hlaut skrámur. Bifreiðin skemmdist mikið. Öxnadalsheiðin var illfær í gærkvöldi vegna snjókomu og mikillar hálku. Að sögn lögreglunnar fyrir norðan gekk umferðin yfir heiðina nokkuð vel, þrátt fyrir leiðindaveður, og engin óhöpp urðu. Um miðnætti byrjaði veðrið að ganga niður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×