Innlent

Grunur um misbeitingu

Maður var handtekinn í Þorlákshöfn grunaður um innbrot í hesthús og um að hafa níðst kynferðislega á skepnunum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi tilkynntu hesthúsaeigendur um innbrotið og lýstu grunsemdum sínum. Manninum var sleppt í gær að loknum yfireyrslum þar sem hann neitaði sakargiftum. Lögregla segir málið í rannsókn, meðal annars með tilliti til þess hvort ekki sé hægt að hreinsa manninn af alvarlegu sakargiftunum. Páll Stefánsson, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustunni að Stuðlum skoðaði hrossin og sagði þau við ágæta heilsu og beri ekki merki um misbeitingu af neinu tagi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×