Innlent

Stolið úr bílum

Lögreglu bárust tilkynningar um innbrot í fimm bíla í Austurborg Reykjavíkur á mánudag. Fyrsta tilkynningin barst klukkan sjö um morguninn og svo tíndust hinar inn fram eftir degi. Í öllum tilvikum var stolið hljómtækjum og geisladiskum. Töluvert hefur verið um innbrot í bíla í borginni og hvetur lögreglan í Reykjavík eigendur bíla til að viðhafa fyrirbyggjandi ráðstafanir, svo sem að skilja ekki eftir verðmæti í bílunum og taka af framhliðar hljómtækja sé það hægt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×