Innlent

Brotist inn í skóla og íbúð

Tilkynnt var um tvö innbrot í Reykjavík fyrri partinn í gær. Í fyrrinótt hafði verið brotist inn í Breiðholtsskóla með því að spenna upp glugga og þaðan stolið tölvu. Lögreglu var tilkynnt um innbrotið klukkan hálf tíu í gærmorgun. Þá var brotist inn í íbúðarhús í Austurborginni skömmu fyrir klukkan tíu. Innan dyra var einn íbúanna og lögðu þjófarnir að sögn lögreglunnar á flótta þegar þeir urðu hans varir. Sá gerði lögreglu viðvart. Þjófarnir höfðu á brott með sér hljómflutningstæki og einhverja persónulega muni húsráðenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×