Innlent

Umboðsmaður Alþingis ráðlagði Geir

Geir H. Harde fjármálaráðherra segist hafa tekið mið af áliti Umboðsmanns Alþingis við skipan nýs dómara við Hæstarétt. Hann hafi beðið Hæstarétt að endurmeta hæfi umsækjenda með tilliti til lögmannsreynslu þeirra. Þegar embætti nýs dómara við Hæstarétt var auglýst var ekki tekið fram að sérstaklega væri leitað eftir lögmannsreynslu, sem var þó forsenda þess að Jón Steinar Gunnlaugsson var skipaður dómari. Þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður dómari var það rökstutt með kunnáttu hans á sviði Evrópuréttar. Það var ekki tekið fram í auglýsingu og tók Umboðsmaður Alþingis sérstaklega til þess í áliti sínu vegna erindis Eiríks Tómassonar og Ragnars H. Hall, sem Hæstiréttur taldi hæfasta til að gegna embættinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×