Innlent

Morfíntengdum lyfjum stolið

Brotist var inn í Sighvat Bjarnason VE-81 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Lyfjakista skipsins var brotin upp og þaðan stolið lyfjum, meðal annars lyfinu Petidín sem er morfíntengt. Innbrotsþjófurinn braut rúðu í brúnni til að komast inn í skipið. Hann virðist hafa skorið sig því rekja mátti slóð blóðs um skipið. Ekki verður ljóst fyrr en seinna í dag hversu mikið af lyfjum var stolið en greinilegt var að þau voru eina ástæða innbrotsins því allt annað var látið vera. Ef einhver hefur séð manneskju með sár á hendi eða umbúðir er hann beðinn um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1666.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×