Höfuðpaurar 100 manna hóps 29. september 2004 00:01 Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira