Innlent

Vissi af sviptingu Kristins

Magnúsi Ólafssyni, formanni kjördæmissambands Framsóknarflokksins, var tilkynnt fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gærkvöld að til stæði að svipta Kristin H. Gunnarsson öllum nefndarsetum á vegum flokksins. Hann sagði í samtali við fréttastofu að honum hefði jafnframt verið sagt að Kristni yrði tilkynnt þessi ákvörðun fyrir fundinn. Kristinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki fengið að vita fyrr en á fundinum sjálfum að honum yrði ekki treyst til nefndarsetu í vetur fyrir Framsóknarflokkinn. Magnús segir að honum hefði þótt eðlilegt að Kristni hefði verið tilkynnt þetta fyrirfram. Hann segir það slæmt að þingmaður kjördæmisins skuli ekki njóta trausts flokksforystunnar og segir að menn muni skoða málin á næstu dögum í ljósi þessarar ákvörðunar. Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur og fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins, segir í samtali á fréttavef Bæjarins besta að með ákvörðun þingflokksins sé verið að sýna stuðningsmönnum flokksins fádæma óvirðingu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×