Netumferð minnkar um 40% 29. september 2004 00:01 Gagnaumferð á Netinu hér á landi hefur minnkað um 40% eftir aðgerð lögreglunnar og samtaka höfundarrétthafa í gær þar sem hald var lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum. Þetta kemur fram á Heimur.is. Á vefsíðu Reykjavik Internet Exchange (RIX), sem er skiptistöð íslenskra internetþjónustuaðila, kemur fram að minnkun á umferð er sláandi mikil þegar bornir eru saman dagurinn í dag og gærdagurinn. Heildarálag um gígabit-sambönd RIX var t.d. um 360 megabitar á sekúndu klukkan 14 í gær, en á sama tíma í dag var sambærileg tala einungis u.þ.b. 220 megabitar á sekúndu. Minnkunin er því verulega mikil. Þegar umferð á vegum einstakra netþjónustuaðila er skoðuð sést að umferð um netkerfi þeirra sem veita einstaklingum þjónustu, t.d. Símnet, Línu.net og Íslandssíma minnkar verulega, á meðan umferð á vegum fyrirtækja sem sinna aðallega öðrum fyrirtækjum, t.a.m. Skýrr, er mun stöðugri milli daga. Á Heimur.is segir að ekki sé óskynsamlegt að álykta að stærsta orsök þessarar minnkunar á gagnaumferðinni sé lokun á tengipunktum skráardreifenda og þess að fólk haldi að sér höndum af ótta við aðgerðir lögreglu. Það þýðir að gagnaumferð vegna skráaskipta - munurinn á umferðinni klukkan 14 í dag og í gær - hafi numið um 140 megabitum á sekúndu um miðjan dag í gær. Það er 39% allrar gagnaumferðar á íslenska Netinu á þeim tíma. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Gagnaumferð á Netinu hér á landi hefur minnkað um 40% eftir aðgerð lögreglunnar og samtaka höfundarrétthafa í gær þar sem hald var lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum. Þetta kemur fram á Heimur.is. Á vefsíðu Reykjavik Internet Exchange (RIX), sem er skiptistöð íslenskra internetþjónustuaðila, kemur fram að minnkun á umferð er sláandi mikil þegar bornir eru saman dagurinn í dag og gærdagurinn. Heildarálag um gígabit-sambönd RIX var t.d. um 360 megabitar á sekúndu klukkan 14 í gær, en á sama tíma í dag var sambærileg tala einungis u.þ.b. 220 megabitar á sekúndu. Minnkunin er því verulega mikil. Þegar umferð á vegum einstakra netþjónustuaðila er skoðuð sést að umferð um netkerfi þeirra sem veita einstaklingum þjónustu, t.d. Símnet, Línu.net og Íslandssíma minnkar verulega, á meðan umferð á vegum fyrirtækja sem sinna aðallega öðrum fyrirtækjum, t.a.m. Skýrr, er mun stöðugri milli daga. Á Heimur.is segir að ekki sé óskynsamlegt að álykta að stærsta orsök þessarar minnkunar á gagnaumferðinni sé lokun á tengipunktum skráardreifenda og þess að fólk haldi að sér höndum af ótta við aðgerðir lögreglu. Það þýðir að gagnaumferð vegna skráaskipta - munurinn á umferðinni klukkan 14 í dag og í gær - hafi numið um 140 megabitum á sekúndu um miðjan dag í gær. Það er 39% allrar gagnaumferðar á íslenska Netinu á þeim tíma.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira