Metið á a.m.k. hundruðir milljóna 29. september 2004 00:01 Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira