Metið á a.m.k. hundruðir milljóna 29. september 2004 00:01 Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir að greiðslur af notkun þess efnis sem um ræði hlaupi a.m.k. á hundruðum milljóna króna. Hann vonast til að aðgerðin leiði til þess að fólk hættti að brjóta lög með því að deila höfundarréttarefni sín á milli. SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK sendu frá sér tilkynningu um málið rétt fyrir hádegi þar sem segir: „Um þrjátíu manns á vegum Ríkislögreglustjóra lagði í gærkvöldi hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir. Þessar aðgerðir koma í kjölfar kæru sem SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi), Samtónn (SHF og STEF) og Framleiðendafélagið – SÍK lögðu framhjá Ríkislögreglustjóra fyrr á árinu gegn forsvarsmanna ýmissa ákveðinna tengipunkta (hubs) sem notaðir voru til að dreifa efni í umtalsverðu magni. Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt, en 200 terabæt jafngildir meira en 200.000 gígabit af efni og jafngildir u.m.þ.b 290.000 kvikmyndum eða u.m.þ.b 50 milljónir af lögum. Þetta telst því eitt langstærsta mál sinnar tegundar. Lauslega áætlað er talið að um 40 - 50% af því efni sem í boði erí gegnum þessa tengipunkta séu kvikmyndir ýmiskonar, 10 – 15% tölvuleikir, og 15 – 20% tónlist. Annað efni sem þar er að finna er margs konar hugbúnaður ásamt öðru. Dæmi voru um að einstaklingur hafi deilt 1.500 kvikmyndum og ekki er óalgengt að svokallaðir stórnotendur hafi deilt yfir hundruð gígabit af ólöglegu efni hver. Sú háttsemi að vista í heimildarleysi verk háð höfundarrétti í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg öðrum, sem ekki tilheyra sama heimilishaldi og sá sem það gerir, telst ólögmæt eintakagerð (fjölföldun) og því brot gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar, sbr. 3. gr. höfundalaga, svo og einkarétti myndrita- og hljómplötuframleiðanda sbr. 2. mgr. 46. gr sömu laga. Sú háttsemi að gera öðrum aðgengileg í tölvu sinni verk háð höfundarrétti, án heimildar höfunda eða annarra réttahafa, telst vera brot á einkarétti höfundar og myndrita-og hljómplötuframleiðenda og til birtingar verkanna, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 46.gr. höfundalaga. Hinir kærðu hafa ennfremur gerst sekir um hlutdeild í brotum þeirra sem gera vernduð verk aðgengileg í tölvum sínum með aðstoð þeirra tengipunkta sem eru í þeim tölvum sem þeir hafa yfir að ráða.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Hallgrím Kristinsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira