Innlent

Ók á hliðstólpa

Maður ók á hliðstólpa skammt frá Bíldudal um fimmleytið á sunnudagsmorguninn. Stólpinn gekk í gegnum framrúðuna á bílnum og í höfuð ökumannsins sem hlaut af því töluverða áverka. Ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF, á Borgarspítalann þar sem hann gekkst strax undir aðgerð. Maðurinn er alvarlega slasaður og var ennþá í skurðaðgerð klukkan þrjú í gærdag. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×