Innlent

Vanaafbrotamaður í steininn á ný

Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þ.á m. þjófnað, húsbrot og fíkniefnabrot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim afbrotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001. Komst rétturinn að því að maðurinn væri vanaafbrotamaður í skilningi refsilaga og var refsing mannsins þyngd í því ljósi. Það var hins vegar talið manninum til málsbóta að hann hafði játað brot sín hreinskilnislega.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×