Getur ekki flúið fortíðina 18. september 2004 00:01 Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira