Innlent

Mótmæla frestun mislægra gatnamóta

Höfuðborgarsamtökin eru síður en svo ánægð með að endurbótum við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi verið frestað. Þau sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau mótmæla þessu harðlega. Samtökin benda á að um leið og ríkið haldi að sér höndum við fjármögnun nauðsynlegra samgöngubóta í höfuðborginni færi borgarstjórn Reykjavíkur ríkinu að gjöf lóðir að verðmæti um 4-5 milljarða króna. Á sama tíma standi ríki og borg saman að færslu Hringbrautar sem samtökin segja fráleita gatnaframkvæmd. Samtökin krefjast í ályktun sinni að gjöf Reykjavíkurborgar verði tekin aftur og í staðin verði verðmætin notuð til að fjármagna framkvæmdir við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×