Fátt gott við fiskveiðistefnu ESB 8. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð fiskveiða sem haldin var á Akureyri í gær. Sagði hann Evrópusambandið á villigötum vegna þess að fiskveiðar væru ekki stundaðar með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Niðurgreiðslur aðildarríkja verða til þess að fjárfestingar innan greinarinnar skila ekki arði og auk þess sé floti Evrópusambandsríkja of stór og dýr til að núverandi stefna geti gengið. Til að bæta gráu ofan á svart sé allt eftirlit á hafsvæðum sambandsins í molum. Mat Halldór það svo að meðan þetta ástand væri viðvarandi væri enginn ávinningur í því að sækja um aðild að bandalaginu, enda kæmi ekki til greina að eftirláta stjórn fiskveiða í hendur Evrópusambandinu við þessar aðstæður. Líkti hann fiskvieiðistefnu Evrópusambandsins við nýlendustefnu. Áheyrendur, sem margir hverjir stjórna alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum, voru ánægðir með ræðu ráðherra og hafði einn fundarmanna á orði í umræðum eftir framsögur að sjaldgæft væri að stjórnmálamaður talaði með svo skýrum hætti um Evrópusambandið og fiskveiðistefnu þess. "Á sínum tíma flutti ég ræðu í Berlín þar sem ég ræddi um þessi mál frá sjónarhóli ríkjanna hér við Norður Atlantshaf og sagði mínar skoðanir á því hvernig hægt væri að koma til móts við þessar þjóðir. Það má segja að þessi ræða sé að hluta til frekari útlistun á því hvers vegna hlutirnir gangi ekki upp eins og þeir eru í dag og hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í Norðvestri," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð fiskveiða sem haldin var á Akureyri í gær. Sagði hann Evrópusambandið á villigötum vegna þess að fiskveiðar væru ekki stundaðar með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Niðurgreiðslur aðildarríkja verða til þess að fjárfestingar innan greinarinnar skila ekki arði og auk þess sé floti Evrópusambandsríkja of stór og dýr til að núverandi stefna geti gengið. Til að bæta gráu ofan á svart sé allt eftirlit á hafsvæðum sambandsins í molum. Mat Halldór það svo að meðan þetta ástand væri viðvarandi væri enginn ávinningur í því að sækja um aðild að bandalaginu, enda kæmi ekki til greina að eftirláta stjórn fiskveiða í hendur Evrópusambandinu við þessar aðstæður. Líkti hann fiskvieiðistefnu Evrópusambandsins við nýlendustefnu. Áheyrendur, sem margir hverjir stjórna alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum, voru ánægðir með ræðu ráðherra og hafði einn fundarmanna á orði í umræðum eftir framsögur að sjaldgæft væri að stjórnmálamaður talaði með svo skýrum hætti um Evrópusambandið og fiskveiðistefnu þess. "Á sínum tíma flutti ég ræðu í Berlín þar sem ég ræddi um þessi mál frá sjónarhóli ríkjanna hér við Norður Atlantshaf og sagði mínar skoðanir á því hvernig hægt væri að koma til móts við þessar þjóðir. Það má segja að þessi ræða sé að hluta til frekari útlistun á því hvers vegna hlutirnir gangi ekki upp eins og þeir eru í dag og hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í Norðvestri," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira