Innlent

Öryrkinn skuldar leigu frá 1989

Jóhannes G. Bjarnason, "krabbameinssjúki öryrkinn", sem Ögmundur Jónasson, varaformaður Vinstri grænna, skrifaði um á heimasíðu sinni að hefði verið borinn með lögregluvaldi úr íbúð sinni, skuldaði 15 ár í leigu. Mál öryrkjans vakti mikla athygli í fjölmiðlum í byrjun vikunnar. Ögmundur gagnrýndi félagsmálayfirvöld fyrir of mikla hörku við Jóhannes og sagði þau hafa brugðist rangt við. Leiga Jóhannesar var aðeins tæpar 15 þúsund krónur á mánuði, með allan kostnað innifalin. Krabbamein hans hefur ekki látið á sér kræla frá 1999, samkvæmt læknaskýrslum. Ögmundur handstýrði fjölmiðlaumfjöllun um Jóhannes. Meira um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×