Innlent

Stafrænt RÚV

Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarpssendingar í samvinnu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Stafrænum sendi hefur verið komið upp á Vatnsenda í Reykjavík og nást sendingarnar á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að ná fjórum útvarpsrásum á sömu tíðni, Rás eitt og tvö, BBC World service og nýrri klassískri rás sem kallast Rondó. Í vetur gefst fólki einnig kostur á að ná starfrænum sjónvarpssendingum frá Alþingi. Til að njóta tækninýjunganna þarf sérstakt móttökutæki sem bráðlega verður hægt að fá í verslunum. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×