Fléttulistar afmá kynjamismunun 5. september 2004 00:01 "Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
"Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira