Segir kaupin furðuleg 4. september 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira