Vincent Plédel fékk ferðabakteríu 25. ágúst 2004 00:01 Árið 1976 kom fjórtán ára spænskur strákur í heimsókn til frænku sinnar sem átti heima á Íslandi. Þessi heimsókn hafði djúpstæð áhrif á líf hans og í dag er hann sannkallaður heimshornaflakkari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kanna skemmtilega ferðamöguleika fyrir ferðaskrifstofur auk þess sem hann skrifar ferðabækur og greinar í ferðatímarit. Vincent Plédel hefur ekki haft mikinn tíma fyrir sumarfrí undanfarin ár þar sem hann hefur nýlokið fjögurra ára heimsreisu þar sem hann og kona hans Marian Ocana söfnuðu menningarefni fyrir menntamálayfirvöld í Ceuta í Marokkó. "Ég vildi endilega koma aftur til Íslands í sumarfríinu, því fyrsta í fjögur ár, bæði vegna þess að ég náði ekki að koma hingað þegar við komum frá Ameríku í fyrra og eins vegna þess að Marian hefur aldrei séð Ísland og mér fannst endilega að hún þyrfti að sjá hvernig þetta byrjaði allt hjá mér," segir Vincent brosandi. "Hér fékk ég ferðabakteríuna þegar ég fór með frænku minni í fjögurra vikna ferð um allt landið. Ég hafði aldrei kynnst neinu landi á þennan hátt. Þarna kom ég í fyrsta sinn í fjórhjóladrifinn jeppa en ég hef mikið dálæti á þeim ferðamáta og fer flestar mínar ferðir á slíku farartæki. Eftir þetta fór ég í ferðalag hvenær sem ég gat, fyrst á mínum eigin vegum, á Interrail eða hreinlega bara á puttanum en svo kom að því að ferðirnar tóku of mikinn tíma frá vinnunni. Þá stofnuðum við Marian fyrirtæki sem sameinar vinnu okkar og ástríðu og gerir okkur kleift að halda áfram að ferðast." Hver skyldi vera eftirminnilegasti staðurinn sem þau hjónin hafa heimsótt? "Ég væri til í að búa í miðri Ástralíu. Þar búa fáir og er mjög friðsælt, landið er gríðarstórt og fjölbreytt og óbyggðirnar magnaðar. Svo er hægt að velja sér veðurfar og setjast bara upp í bílinn og keyra þangað til maður finnur veður sem manni líkar við." "Öfugt við Ísland þar sem veðrið velur mann," bætir Marian við en henni fannst dálítið kalt í upphafi heimsóknarinnar til Íslands enda er hún alin upp í Marokkó. En ætla þau að skrifa eitthvað um Ísland? "Við tókum margar myndir og langar til að kynna þetta ævintýraland fyrir Spánverjum. Nú er orðið mun auðveldara fyrir þá að komast til Íslands þar sem hægt er að fljúga beint frá bæði Madríd og Barcelona." Vincent og Marian dvelja á Íslandi í þrjár vikur í þetta sinn og hafa náð að ferðast vítt og breitt svo þau hafa ýmislegt skemmtilegt að segja ferðaþyrstum Spánverjum. Þeim sem vilja vita meira um ferðir þeirra er bent á heimasíðuna www.ruta-imperios.com þar sem lesa má um heimsreisuna á ensku og spænsku. Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Árið 1976 kom fjórtán ára spænskur strákur í heimsókn til frænku sinnar sem átti heima á Íslandi. Þessi heimsókn hafði djúpstæð áhrif á líf hans og í dag er hann sannkallaður heimshornaflakkari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kanna skemmtilega ferðamöguleika fyrir ferðaskrifstofur auk þess sem hann skrifar ferðabækur og greinar í ferðatímarit. Vincent Plédel hefur ekki haft mikinn tíma fyrir sumarfrí undanfarin ár þar sem hann hefur nýlokið fjögurra ára heimsreisu þar sem hann og kona hans Marian Ocana söfnuðu menningarefni fyrir menntamálayfirvöld í Ceuta í Marokkó. "Ég vildi endilega koma aftur til Íslands í sumarfríinu, því fyrsta í fjögur ár, bæði vegna þess að ég náði ekki að koma hingað þegar við komum frá Ameríku í fyrra og eins vegna þess að Marian hefur aldrei séð Ísland og mér fannst endilega að hún þyrfti að sjá hvernig þetta byrjaði allt hjá mér," segir Vincent brosandi. "Hér fékk ég ferðabakteríuna þegar ég fór með frænku minni í fjögurra vikna ferð um allt landið. Ég hafði aldrei kynnst neinu landi á þennan hátt. Þarna kom ég í fyrsta sinn í fjórhjóladrifinn jeppa en ég hef mikið dálæti á þeim ferðamáta og fer flestar mínar ferðir á slíku farartæki. Eftir þetta fór ég í ferðalag hvenær sem ég gat, fyrst á mínum eigin vegum, á Interrail eða hreinlega bara á puttanum en svo kom að því að ferðirnar tóku of mikinn tíma frá vinnunni. Þá stofnuðum við Marian fyrirtæki sem sameinar vinnu okkar og ástríðu og gerir okkur kleift að halda áfram að ferðast." Hver skyldi vera eftirminnilegasti staðurinn sem þau hjónin hafa heimsótt? "Ég væri til í að búa í miðri Ástralíu. Þar búa fáir og er mjög friðsælt, landið er gríðarstórt og fjölbreytt og óbyggðirnar magnaðar. Svo er hægt að velja sér veðurfar og setjast bara upp í bílinn og keyra þangað til maður finnur veður sem manni líkar við." "Öfugt við Ísland þar sem veðrið velur mann," bætir Marian við en henni fannst dálítið kalt í upphafi heimsóknarinnar til Íslands enda er hún alin upp í Marokkó. En ætla þau að skrifa eitthvað um Ísland? "Við tókum margar myndir og langar til að kynna þetta ævintýraland fyrir Spánverjum. Nú er orðið mun auðveldara fyrir þá að komast til Íslands þar sem hægt er að fljúga beint frá bæði Madríd og Barcelona." Vincent og Marian dvelja á Íslandi í þrjár vikur í þetta sinn og hafa náð að ferðast vítt og breitt svo þau hafa ýmislegt skemmtilegt að segja ferðaþyrstum Spánverjum. Þeim sem vilja vita meira um ferðir þeirra er bent á heimasíðuna www.ruta-imperios.com þar sem lesa má um heimsreisuna á ensku og spænsku.
Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira