Vandamál að týna vegabréfi 18. ágúst 2004 00:01 Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu." Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu."
Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira