Meirihluti vill að Siv hætti 13. október 2005 14:32 Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira