Starfsfólk undir miklu álagi 14. ágúst 2004 00:01 "Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
"Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira