Menning

Alltaf heimabakað með kaffinu

Birna Hjaltalín Pálsdóttir rekur kaffihús og gistiheimili í Læknishúsinu á Hesteyri í Jökulfjörðum og hefur gert undanfarin ár en eins og margir vita er Hesteyri í eyði á öðrum árstímum. Birna er þekkt fyrir að hafa heimilislegt í kringum sig og eiga ávallt eitthvað heimabakað með kaffinu. Rabarbarinn á svæðinu þykir í sérflokki og það skilar sér í bragðgóðum kökum hjá Birnu. Rúm er fyrir 17 gesti í Læknishúsinu og einnig geta þeir tekið eldunaraðstöðuna og stofurnar tvær á leigu. Kjötsúpuveisla er árlegur viðburður um verslunarmannahelgi sem endar með varðeldi í fjörunni. Þá koma 60-70 manns til að gæða sér á súpu og taka lagið með Birnu og börnum hennar sem einnig eru Vagnsbörn og þekkt fyrir vestan og víðar fyrir söng sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×