Íbúðaskipti í sumarfríinu 4. ágúst 2004 00:01 Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylgja með í skiptunum en það sparar fyrirhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagnabanka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigendur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Nokkrum skandinavískum miðlunum er haldið úti sem miðla húsnæði á Norðurlöndunum en flest fyrirtækjanna hafa að geyma skrár yfir íbúðir allstaðar í heiminum. Íbúðaskiptum fylgja margir kostir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Þú hirðir vel um skiptiíbúðina sem þú býrð í líkt og hirt verður um þína eigin íbúð. Skiptimiðlanirnar útvega staðlaða skiptisamninga sem skrifa þarf undir áður en skiptin fara fram auk aðgátslista sem tryggir öryggi við skiptin. Fjárhagslega er hagstæðast að skipta á íbúð staðsettum á ódýrum flugáfangastöðum s.s. í stórborgum Evrópu. Íbúðin þín mun ekki standa auð í fríinu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það. Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars intervac-online.com, expatriates.com, servihome.com og fleiri. Ferðalög Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylgja með í skiptunum en það sparar fyrirhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagnabanka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigendur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Nokkrum skandinavískum miðlunum er haldið úti sem miðla húsnæði á Norðurlöndunum en flest fyrirtækjanna hafa að geyma skrár yfir íbúðir allstaðar í heiminum. Íbúðaskiptum fylgja margir kostir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Þú hirðir vel um skiptiíbúðina sem þú býrð í líkt og hirt verður um þína eigin íbúð. Skiptimiðlanirnar útvega staðlaða skiptisamninga sem skrifa þarf undir áður en skiptin fara fram auk aðgátslista sem tryggir öryggi við skiptin. Fjárhagslega er hagstæðast að skipta á íbúð staðsettum á ódýrum flugáfangastöðum s.s. í stórborgum Evrópu. Íbúðin þín mun ekki standa auð í fríinu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það. Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars intervac-online.com, expatriates.com, servihome.com og fleiri.
Ferðalög Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira