Menning

Íbúðaskipti í sumarfríinu

Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylgja með í skiptunum en það sparar fyrirhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagnabanka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigendur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Nokkrum skandinavískum miðlunum er haldið úti sem miðla húsnæði á Norðurlöndunum en flest fyrirtækjanna hafa að geyma skrár yfir íbúðir allstaðar í heiminum.

Íbúðaskiptum fylgja margir kostir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Þú hirðir vel um skiptiíbúðina sem þú býrð í líkt og hirt verður um þína eigin íbúð. Skiptimiðlanirnar útvega staðlaða skiptisamninga sem skrifa þarf undir áður en skiptin fara fram auk aðgátslista sem tryggir öryggi við skiptin. Fjárhagslega er hagstæðast að skipta á íbúð staðsettum á ódýrum flugáfangastöðum s.s. í stórborgum Evrópu. Íbúðin þín mun ekki standa auð í fríinu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það.

Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars intervac-online.com, expatriates.com, servihome.com og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×