Menning

Safnar Snæfellsnesinu saman

Í byrjun þessa árs gaf Reynir Ingibjartsson út sérkort og leiðarlýsingu af Inn-Snæfellsnesi. Nú hefur hann bætt um betur og gefið út þrjú önnur kort af Snæfellsnesi. Mið-Snæfellsnes, Kringum Snæfellsjökul og Snæfellsnes - leiðakort og þjónustuskrá. Öll eru kortin seld saman í haganlega gerðu umslagi. Þrjú kortanna lýsa hvert um sig tiltekinni hringleið á Snæfellsnesi en þriðja kortið er af nesinu í heild og inni á því eru kort af öllum þéttbýlisstöðum á svæðinu. Inn á öll kortin eru merktir áningarstaðir með borðum og bekkjum, minnismerki og skipsströnd, auk þjónustustaða og ógrynna af örnefnum. Á bakhlið kortanna er auk þess greinargóð lesning um svæðið sem þau ná yfir. Eða eins og Reynir orðar það. "Ég er bara að safna Snæfellsnesinu saman."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×