Gönguleiðakort af landinu 28. júlí 2004 00:01 Öræfin við Snæfell - Landið sem hverfur ef... er nafnið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan. Það auðveldar fólki m.a. að skoða undraveröld Jöklu og 15 fossaröð í Jökulsá í Fljótsdal en hvor tveggja mun hverfa þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið. Ásta heldur samt enn í vonina. "Þetta svæði er ekki tapað fyrr en Hálslón fyllist. Það er enn hægt að leiðrétta kúrsinn og hætta við," segir hún einörð. Þær Ásta og Ósk byrjuðu í fyrrasumar að fara með hópa um svæðið. "Við ætluðum upphaflega bara eina ferð en erum búnar að fara fjórar og sú fimmta verður farin 13. ágúst. Nú eru um 100 manns búnir að koma í Kringilsárrana fyrir okkar tilstuðlan en áður höfðu aðeins örfáir stigið þar fæti sínum," segir Ásta og lýsir Kringilsárrana nánar. "Þar er griðland hreindýra og gæsa og við hvert fótmál er fjöður, gæsaskítur eða hreindýraslóð. Svo er þar náttúrufyrirbærið hraukar sem einungis hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum, á Eyjabökkum og Svalbarða." Fleira nefnir Ásta sem hún telur til náttúruminja á því svæði sem nýja kortið nær yfir. En hefði hún farið að skoða þetta land ef það væri ekki á leiðinni í kaf? Því svarar hún svo: "Ég furðaði mig mjög á því þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti árið 2001 að ég hefði ekki vitað af þessum gersemum fyrr og enginn sagt mér frá þeim. En eftir fyrstu kynni heillast maður algerlega. Tengslin við náttúruna verða svo sterk." gun@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Öræfin við Snæfell - Landið sem hverfur ef... er nafnið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan. Það auðveldar fólki m.a. að skoða undraveröld Jöklu og 15 fossaröð í Jökulsá í Fljótsdal en hvor tveggja mun hverfa þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið. Ásta heldur samt enn í vonina. "Þetta svæði er ekki tapað fyrr en Hálslón fyllist. Það er enn hægt að leiðrétta kúrsinn og hætta við," segir hún einörð. Þær Ásta og Ósk byrjuðu í fyrrasumar að fara með hópa um svæðið. "Við ætluðum upphaflega bara eina ferð en erum búnar að fara fjórar og sú fimmta verður farin 13. ágúst. Nú eru um 100 manns búnir að koma í Kringilsárrana fyrir okkar tilstuðlan en áður höfðu aðeins örfáir stigið þar fæti sínum," segir Ásta og lýsir Kringilsárrana nánar. "Þar er griðland hreindýra og gæsa og við hvert fótmál er fjöður, gæsaskítur eða hreindýraslóð. Svo er þar náttúrufyrirbærið hraukar sem einungis hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum, á Eyjabökkum og Svalbarða." Fleira nefnir Ásta sem hún telur til náttúruminja á því svæði sem nýja kortið nær yfir. En hefði hún farið að skoða þetta land ef það væri ekki á leiðinni í kaf? Því svarar hún svo: "Ég furðaði mig mjög á því þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti árið 2001 að ég hefði ekki vitað af þessum gersemum fyrr og enginn sagt mér frá þeim. En eftir fyrstu kynni heillast maður algerlega. Tengslin við náttúruna verða svo sterk." gun@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira