Ekki brella að afturkalla lögin 21. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. Á heimasíðu sinni 3. júní skrifaði Björn Bjarnason um það álit Sigurðar Líndal lagaprófessors að „...alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni.“ Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar 6. júlí eftir að ljóst var að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ekki, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp svaraði Björn: „Þá var spurningin um það hvort það ætti að breyta lögunum eða frumvarpinu ...og síðan að fara að stað aftur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að afturkalla lögin og setja ný lög ...“ Nú þegar staðan er sú að lögin hafa verið afturkölluð, og farið verður af stað aftur með fjölmiðlalög í haust en ekki í sömu aðgerð, var á ný óskað eftir viðtali við Björn Bjarnason í dag. Hann neitaði því og sagði þetta útúrsnúning þar sem hann hafi talað um „breytingar“ en ekki „afturköllun“ í pistli sínum. Björn sagðist ekki skulda fréttamanni nánari skýringu á þessu. Hvað varðar hugtökin „að breyta“ og „að afturkalla“ má benda á að til þess að afturkalla lögin, þurfti að breyta frumvarpinu. Björn svaraði ekki heldur þeim orðum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag að aðferðin sem væri þá stundina til umræðu, þ.e. afturköllun laganna, hefði dómsmálaráðherra kallað brellu á heimasíðu sinni 3. júní sl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. Á heimasíðu sinni 3. júní skrifaði Björn Bjarnason um það álit Sigurðar Líndal lagaprófessors að „...alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni.“ Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar 6. júlí eftir að ljóst var að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ekki, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp svaraði Björn: „Þá var spurningin um það hvort það ætti að breyta lögunum eða frumvarpinu ...og síðan að fara að stað aftur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að afturkalla lögin og setja ný lög ...“ Nú þegar staðan er sú að lögin hafa verið afturkölluð, og farið verður af stað aftur með fjölmiðlalög í haust en ekki í sömu aðgerð, var á ný óskað eftir viðtali við Björn Bjarnason í dag. Hann neitaði því og sagði þetta útúrsnúning þar sem hann hafi talað um „breytingar“ en ekki „afturköllun“ í pistli sínum. Björn sagðist ekki skulda fréttamanni nánari skýringu á þessu. Hvað varðar hugtökin „að breyta“ og „að afturkalla“ má benda á að til þess að afturkalla lögin, þurfti að breyta frumvarpinu. Björn svaraði ekki heldur þeim orðum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag að aðferðin sem væri þá stundina til umræðu, þ.e. afturköllun laganna, hefði dómsmálaráðherra kallað brellu á heimasíðu sinni 3. júní sl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira