Ekki brella að afturkalla lögin 21. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. Á heimasíðu sinni 3. júní skrifaði Björn Bjarnason um það álit Sigurðar Líndal lagaprófessors að „...alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni.“ Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar 6. júlí eftir að ljóst var að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ekki, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp svaraði Björn: „Þá var spurningin um það hvort það ætti að breyta lögunum eða frumvarpinu ...og síðan að fara að stað aftur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að afturkalla lögin og setja ný lög ...“ Nú þegar staðan er sú að lögin hafa verið afturkölluð, og farið verður af stað aftur með fjölmiðlalög í haust en ekki í sömu aðgerð, var á ný óskað eftir viðtali við Björn Bjarnason í dag. Hann neitaði því og sagði þetta útúrsnúning þar sem hann hafi talað um „breytingar“ en ekki „afturköllun“ í pistli sínum. Björn sagðist ekki skulda fréttamanni nánari skýringu á þessu. Hvað varðar hugtökin „að breyta“ og „að afturkalla“ má benda á að til þess að afturkalla lögin, þurfti að breyta frumvarpinu. Björn svaraði ekki heldur þeim orðum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag að aðferðin sem væri þá stundina til umræðu, þ.e. afturköllun laganna, hefði dómsmálaráðherra kallað brellu á heimasíðu sinni 3. júní sl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. Á heimasíðu sinni 3. júní skrifaði Björn Bjarnason um það álit Sigurðar Líndal lagaprófessors að „...alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni.“ Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar 6. júlí eftir að ljóst var að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði ekki, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp svaraði Björn: „Þá var spurningin um það hvort það ætti að breyta lögunum eða frumvarpinu ...og síðan að fara að stað aftur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að afturkalla lögin og setja ný lög ...“ Nú þegar staðan er sú að lögin hafa verið afturkölluð, og farið verður af stað aftur með fjölmiðlalög í haust en ekki í sömu aðgerð, var á ný óskað eftir viðtali við Björn Bjarnason í dag. Hann neitaði því og sagði þetta útúrsnúning þar sem hann hafi talað um „breytingar“ en ekki „afturköllun“ í pistli sínum. Björn sagðist ekki skulda fréttamanni nánari skýringu á þessu. Hvað varðar hugtökin „að breyta“ og „að afturkalla“ má benda á að til þess að afturkalla lögin, þurfti að breyta frumvarpinu. Björn svaraði ekki heldur þeim orðum Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag að aðferðin sem væri þá stundina til umræðu, þ.e. afturköllun laganna, hefði dómsmálaráðherra kallað brellu á heimasíðu sinni 3. júní sl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira