„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd 21. júlí 2004 00:01 Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira