„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd 21. júlí 2004 00:01 Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fór fram á Alþingi í dag og var mælt fyrir breyttu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Formenn stjórnarflokkanna voru ekki viðstaddir en Davíð Oddsson var fjarverandi vegna veikinda, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Ásgrímsson vegna fráfalls móður sinnar. Hart var tekist á um fjölmiðlamálið í umræðunum og sagðist stjórnarandstaðan fagna uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harðlega þau áform sem uppi væru um að afnema málsskotsrétt forseta Íslands og taldi Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggðu að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sagði að beiting forsetans á synjunarvaldi, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hefði leitt til stjórnlagakreppu um túlkun einstakra ákvæða stjórnarskrár, m.a. um valdheimildir Alþingis, og að minnihlutinn hefði ekki verið til viðræðu um að ná sem víðtækastri sátt og samstöðu. Hann sagði að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Samhliða því sagði Bjarni að lögfest væri breytt skipan útvarpsréttarnefndar en aðrar breytingar verði skoðaðar nánar. Meðal annars verði látið á það reyna til fullnustu hvort stjórnarandstaðan sé í raun tilbúin að rjúfa þann varnarmúr sem hún hefði undanfarna mánuði slegið um það takmarkalausa form eignarhalds á fjölmiðlum sem viðgengist hefur, sagði formaður allsherjarnefndar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. Þannig líkti hann „ósigrinum“ við tap franska hershöfðingjans Napóleons Bónaparte í hinu svokallaða Hundrað daga stríði við Waterloo á fyrri hluta 19. aldar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að til væru „fleiri Waterloo sem væru kannski nær í tíma“ og hafði þá orð á samnefndu sigurlagi hljómsveitarinnar ABBA í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum. Guðlaugur sagði það hafa verið upphafið að óslitinni sigurgöngu hljómsveitarinnar næstu tíu árin eða svo og það ætti kannski einnig við um ríkisstjórnina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira