Harðar umræður á Alþingi 21. júlí 2004 00:01 Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira