Harðar umræður á Alþingi 21. júlí 2004 00:01 Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira