Harðar umræður á Alþingi 21. júlí 2004 00:01 Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira