Stjórnarandstaðan ber kvíðboga 21. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira