Innlent

Skynsamlegt en samt brot

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar? Eins og hæstaréttarlögmaðurinn hefur áður lýst yfir, telur hún það brjóta gegn stjórnarskránni að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Sé hins vegar litið fram hjá stjórnarskránni sé sú leið sem nú stendur til að fara skynsamleg. Því standi forsetinn frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×